Tja sko.
Það fremur enginn sjálfsmorð bara í djóki, ef þú myndir ákveða að fremja sjálfsmorð væri eitthvað að hrjá þig og þú myndir þurfa hjálp. Sem er hægt að veita þér ef þú vilt það.
En málið er, að mikið af þessu fólki sem byrjar að reykja voru bara í einhverju tjilli með vinum sínum þegar þeim var boðið að reykja.
Á þetta fólk, sem er núna orðið fullorðið, að þurfa að borga meira fyrir fíkn sína. Heldurðu að það hjálpi eitthvað 35 ára einstæðri móður sem gerði þau mistök að þiggja einn smók frá vinkonu sinni að hætta að reykja núna?
Þetta stoppar krakkana ekki neitt. Þetta kemur bara fíklunum í verri stöðu.
Þú hættir ekki að reykja nema þig langi til þess, ef þig langar ekki til þess þá er þessi verðhækkun ekki að breyta neinu.
Mér finnst sjálfsmorð og reykingar ekki sambærilegar. Þótt að reykingarnar séu vissulega skaðlegar og geti valdið dauða.
Bætt við 23. mars 2007 - 13:10 Heldurðu að það hjálpi eitthvað 35 ára einstæðri móður sem gerði þau mistök að þiggja einn smók frá vinkonu sinni að hætta að reykja núna?
Þessi setning meikaði engan sens hjá mér, eða var mjög illa sett upp.
Heldurðu að verðhækkunin hjálpi 35 ára einstæðri móður, sem gerði þau mistök að þiggja einn smók frá vinkonu sinni þegar hún var 13 ára, að hætta að reykja núna?Get ekki komið þessu rétt út úr mér, en er vonandi skiljanlegt.