Svona til að leggja eitthvað til málanna hef ég aldrei skilið þessa gerviþörf að koma á limósínu á árshátíðir, sérstaklega í grunnskólum. Veit dæmi um að stelpur hafi eytt hátt í 50.000 krónum í hárgreiðslu, kjóla, leigu á limósínu og já, jafnvel áfengi í kerrunni (á grunnskólaárshátíð nota bene). Sjálfur tók ég bara góða sturtu, fór í spariföt og lét á mig rakspíra. Pabbi skutlaði mér svo bara upp á hótel, ekkert mál.
Kannski er leiga á limósínu alveg gríðarlega mikilvægur og nauðsynlegur partur af fjörinu en ég kem ekki auga á ástæðuna :) Sýndarmennska kannski? Heyrði að foreldrarnir hafi verið alveg á hausnum eftir þetta og krakkarnir stundum eytt fermingarpeningnum sínum í þetta. Gáfulegra væri að leyfa fermingarpeningnum að njóta vaxtanna og kaupa sér kannski bíl eða borga bílprófið þegar maður verður 17 ára að mínu mati.
Mín tvö sent.