Ég er alfarið mjög á móti fóstureyðingum…
Ungar stúlkur sem verða óléttar gera oft þau mistök að fara í fóstureyðingar. Mistök? Afhverju segji ég það? Var þetta ekki bara þeirra val? Auðvitað var þetta þeirra val, en staðreyndin er sú að þetta er eitthvað sem stelpan á aldrei eftir að gleyma. Ég hef lesið dæmi um konur sem sjá svo eftir að hafa farið í fóstureyðingar. Hugsa: ,,núna hefði barnið mitt verið 5 ára…núna 10 ára.." og svo framvegis.
Ef stelpan er allveg viss um að hún vilji ekki eiga barnið getur hún náttúrulega valið það að ganga fara í fóstureyðingu, en þá þarf hún að hugsa málið mjög vel, og vera allveg viss um að hún vilji það. Það að fara í fóstureyðinu er oft mjög erfitt andlega séð því fóstrið er einfaldlega dregið úr leginu. …og svo kviknar alltaf upp spurningin…hvenær kviknar lífið? Í pínu litlu fóstri eða þegar það er komið lengra á leið? Er verið að koma í veg fyrir að eignast barn á sama hátt og við notum getnaðarvarnir? eða erum við að drepa barn með fóstureyðingum?
Einhver sagði hér fyrir ofan að pabbin gæti ekki neytt stelpuna til þess að ganga með barnið, þetta væri hennar líkami og hún mætti ráða hvað hún gerði með hann. Auðvitað er þetta hennar líkami, og pabbin getur ekki neitt hana til að ganga með barnið, en samt sem áður á hún ekki þetta barn ein. Pabbin á líka barnið þótt hún gangi með það í sínum líkama. Þessvegna er það mjög óréttlátt ef hún ræður öllu í þessu máli.
Svo…ég myndi segja að þau þyrftu að tala um þetta, mjög lengi…þau verða að tala um þetta í rólegheitunum og vera dugleg að hlusta á hvort annað…þá hljóta þau að komast að niðurstöðu. En þetta er stór ákvörðun og ekkert ætti að ákveða í flýti.
Þetta er mín skoðun :)
Bætt við 20. mars 2007 - 12:24
Gleymdi einu..
Ungar stelpur eru oft ekki tilbúnar í að eignast börn og grípast því skelfingu ef þær uppgötva það að þær eru óléttar. Telja sig ekki tilbúna og svo framvegis og halda því að fóstureyðingar sé auðveldasta leiðin til þess að koma sér út úr þessu. Málið er bara að fóstureyðingar eru ekki eins auðveldar og margir halda, og eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fylgir þetta konunum allt sitt líf.
Þetta gildir samt bara um sumar stelpur, auðvitað geta verið aðrar ástæður fyrir því að þær vilja fara í fóstureyðingu, en þetta er samt algeng ástæða
An eye for an eye makes the whole world blind