Sko, ég er ekki kominn í alveg nógu góða æfingu í að hlusta á útvarpsbylgjur sjálfur, og þar sem ég á ekki einusinni talstöð til að gera þetta, þá er það frekar erfitt.
En á hvaða tíðni eruð þið? eitthvað UHF drasl?
Svona almennt er það ekkert voðalega mikið mál að hlusta á útsendingar nema þær séu kóðaðar á einn eða annan hátt, eða með einhverri súrri mótun (AM, FM, PM .. þannig drasl).
Annars gæti ég mjög líklega hlustað á þau, en það er ólíklegra að ég gæti blandða mér inní þau. Svona handstöðvar á almennum markaði eru gjarnan með svona ‘upphringitón’ sem þær eru stilltar saman á, og allt sem byrjar ekki á þeim tón er meðhöndlað sem ‘static’ og síað út.
Frekar sniðugt á sinn hátt og nokkuð hentugt í þá notkun sem það er hugsað.
Síðan er spurning um hversu sterka senda þið eruð með. Þeir þurfa ekkert að vera svo sterkir.
Öryggisvörður?