Hafiði aldrei séð eftir neinu sem þið hafið gert, bara hugsað til baka og sagt “Hvað í fjandanum varstu að hugsa?”. Yeah, allt seinasta ár er bara ein stærstu mistök sem ég hef gert. Held ég, nokkuð viss. Margt allavega, kanski ekki allt, allt væri frekar öfgakennt og mikið.. ekki satt?

Ég er bara á svo góðum stað núna eiginlega að ég vildi óska að þessir hlutir sem ég gaf frá mér í fyrra séu til staðar núna, ég vildi óska að ég hefði þá kanski hugsað aðeins útí framtíðina. Smá, pínulítið, örlítið, eilítið… Allavega smá.

En það er allt í lagi, í sumum trúm er hægt að taka meydóminn til baka! Töff! Og svo lengi sem ég trúi því (Og er góð að ljúga að sjálfri mér) þá er það satt.. fyrir mér. Þurrkum hina kallana í burtu.

Eða, ég gæti líka bara hugsað “Næsta skipti verður sérstakt” þar sem ekkert af mínum skiptum hefur verið sérstakt. Ekki neitt þeirra, fyrsta skiptið var bara “Æj, afhverju ekki?” og ég vil að næsta skipti verður ekki útaf því að ég gat ekki sagt nei. Og ekki útaf einhverri helvítis pressu frá vinkonum mínum, það kemur þeim ekki rassgat við hvort ég sé að fara að gera það á morgun eða ekki, ég geri það bara þegar ég er tilbúin.

Ég fæ enga pressu frá kærastanum mínum, hann er frábær! Í alla staði! Ég er ótrúlega fegin að hafa hann að og mér þykir gríðarlega vænt um hann. Málið er að ég er svo mikill aumingji gagnvart pressu. Við erum búin að vera saman í 2 mánuði, og ekki enn búin að gera það. En ég er undir svo mikilli pressu frá vinkonum mínum! Geta þær bara ekki bakkað og ekki skipt sér af, ég skal segja þeim það þegar það gerist! Ég er bara svo ekki tilbúin strax, ég vil ekki segja já við hann bara útaf því ég þorði ekki að segja nei. Sem ég held að verði ekki vandamál, aðal vandamálið er bara að þegar við gerum það í fyrsta skiptið þá vil ég vera sátt við líkama minn. Sem ég held að verði aldrei, því að ég er ekki að ýkja þegar ég segji að ég er eins og lestarslys. Ég er fín í fjarlægð, svo afklæðist ég og fólk öskrar “MY EYES! HVAÐ GERÐI ÉG TIL AÐ VERÐSKULDA ÞETTA?”

Ég þoli ekki fólk sem er virkilega heppin með það hvernig það er sett saman. Ég hef enga hæfileika, ég er feimin við fólkið sem mér þykir vænt um og já, ég er hrikalega illa sett saman. Og mig skortir gáfur og sjálfsaga, mig langar í sjálfsaga!

Ahh, afsakið. Er svolítið grumpy eftir svefnslausa nótt, I tend to get cranky.