Í nóvember 2006 vaknaði ég á miðri nótti við einhver læti í stofunni hjá mér. Ég snéri mér við og sá óskýra veru standa nokkrum metrum í burtu (bý einn í litla íbúð þannig að stofan og herbergið er eitt stórt herbergi), horfandi á mig. Ég hef aldrei á ævinni verið svo fuckin hræddur og ég öskraði í 5 sekúndur áður enn ég kveikti á ljósinu. Þar var ekkert. Ástæðan fyrir því að ég sá þessa veru var ábyggilega það að ég var nýbúinn að vakna við óþægilegann draum, og var hálfsofandi. Þetta hefur líka verið hræðsla hjá mér eins langt aftur í tímann og ég man eftir, en bara þegar ég er einn. Eftir það hef ég átt við mjög stór vandamál að stríða varðandi svefn.
Fékk svefnlyf hjá lækninum og það rotaði mig á kvöldin, en núna eru þau hætt að virka. Núna heldur þetta mig vakandi á nóttunum, þótt það sé búið að ganga ágætlega síðustu vikurnar.. En í nótt (núna) þá fannst mér ég alltaf heyra einhver hljóð í íbúðinni. Ég get þess vegna ekki sofið af því ég er svo fuckin dauðhræddur um að það sé eitthvað í íbúðinni, og það væri versta martöð mín ef ég sæi eitthvað labba inn til mín.
Ég veit að ekki eru til draugar, andar eða eitthvað yfirnátturulegt bull shit, en ég er svo ógeðslega fuckin leiður á þessu ógeði.. Ég þori varla að loka augunum nema það sé allveg fullt í ljósi hjá mér, kveikt á tölvu og sjónvarpi. En ég get ekki snúið bakinu við. Get ekki sofið með fullt af ljósum og svona.. Málið er að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Hefur einhver hér lent í þessu áður? Veit einhver hvað ég get gert til að losna við þetta? Þetta er að eyðileggja allt fyrir mér.. Ég er alls enginn skræva, en þegar kemur að myrkrinu og óþægileg hljóð á miðri nóttu þegar ég er einn, þá klikkast ég.