Jæja, skellti einhver sér á Incubus síðasliðið kvöld?
Ég skellti mér og veistu hvað? Þetta voru hreint og beint allsvakalegir tónleikar! Djöfull voru þeir góðir live.
Það var jafnt svo mikið sem engin stemming þegar að Mínus voru að hita upp, nema þarna lagið með píp show myndbandinu. Enda eru Mínus miklu harðari en Incubus einhverntímann. Hörðustu lögin með Incubus eru ekkert meðað við Mínus þannig að það var svolítill feill, Dikta hefðu betur átt að fá að troða upp!
Ég náði einu svaka góðu myndbandi þegar að þeir voru að spila lagið “Drive” og ALLIR sungu með, það var hreint magnað. Það kunnu allir vinsælustu lögin með þeim, þ.e. Drive, Are You In, Love hurts svo varð allt vitlaust þegar að þeir tóku Anna Molly. Ég vil bara hrósa Incubus fyrir að drullast til littla Íslands!
Hvernig fannst þér?