Jæja mig langar til þess að gera þráð út frá þræðinum um peninga. Þar sem að sá þráður fór út í umræður um mennt og mátt.
Þið verðið að afsaka það ef að ég get ekki gert mig skiljanlega er með hita og beinverki en ég reyni að æla þessu útúr mér(bókstaflega)*brúmtiss* haha.. Ok ég er hætt..
Er mennt máttur? Já að mörgu leyti. En mér finnst við samt vera svo heilaþvegin. Afhverju þurfa allir að vera með stúdentspróf, afhverju þurfa allir að sitja 14 ár á skólabekk til þess að hljóta virðingu frá þjóðfélaginu. Staðreyndin er sú að það eru bara ekkert allir gerðir til þess að sitja á skólabekk. Sumum langar bara ekkert til þess að læra.
Í þræðinum hérna fyrir neðan greindi ég smá fyrirlitningu í garð þeirra sem kjósa að halda ekki áfram eftir grunnskóla.
Eftir 10 ár af heilaþvotti, læra það sama og allir, kunna það sama og allir. Afhverju ekki að gera eitthvað sem ekki allir gera? Nei ég bara spyr.
Stúdentspróf er hiklaust nauðsynlegt ef viðkomandi ætlar í áframhaldandi nám og verða t.d. læknir, verkfræðingu, leikskólakennari eða sálfræðingur. En sumir vilja bara ferðast um heiminn og skemmta sér. Er það ekki annars tilgangurinn með lífinu?
Eða er kannski tilgangur okkar að sitja á skólabekk í 14 ár. Sitja svo kannski önnur 3-10 ár, fara á vinnumarkaði vinna rassinn okkar af, eignast krakka, karl og of háan blóðþrýsting. Deyja svo úr hjartaáfalli um 60? Það er allavega ekki minn tilgangur svo mikið veit ég:)
Ekki samt taka þessu þannig að ég nenni ekki að læra, er búin að vera með stúdentspróf í tæpt ár og er bara að vinna og fara til útlanda! Það er tilgangur minn:)
Þessi þráður meikar kannski ekki mikinn sens, en það er allt í lagi, ég er með hita:)
Bætt við 27. febrúar 2007 - 11:24
Hih, eignast krakka, karl eða konu:)