Já þið hafið örugglega heyrt þetta í fréttunum og fengið svona bækling með 20 uppskriftum af fiski sent heim til ykkar, en ég var að pæla er þetta rétt hjá fjölmiðlum?
Borða unglingsstelur að meðaltali á 10 dögum það sem samsvarar einni fiskmáltíð?!
Borða íslendingar virkilega svona hrikalega lítið af fiski?
Það er bara ruuugl! Flest allir sem ég þekki borða oft fisk, á mínu heimili finnst okkur við bara verða að borða fisk amk. 2 í viku. Ég elska fisk, mér finnst hann svo góður, þannig að ég bara varð orðlaus þegar ég heyrði þetta í fréttunum í gær.
Borðið þið ekki fisk oft heima hjá ykkur?
Bætt við 14. febrúar 2007 - 17:30
Það þarf bara alvarlega að senda ykkur sem borðið ekki fisk uppí sveit þar manni er kennt að borða það sem er á borðstóli og njóta þess, því það er ekkert sem heitir að hlaupa út í sjoppu og kaupa e-ð nasl ef maður er svangur!
Jesús, þið eruð verri en ég hélt ;) Fiskur er æði!