Dagslinsur eru betri, held ég.
Ég fór um daginn og ætlaði að fá mér linsur. Þá var mér sagt að það væri best fyrir mig að prófa allavega fyrst dagslinsur. Systir mín er búin að vera með mánaðarlinsur og það var miklu meira vesen, ein linsan rifnaði og svo dugðu þær ekki alltaf í mánuð. Svo þarf svo mikið að hugsa um þær.
Dagslinsur eru bara notaðar einu sinni svo ef eitthvað klikkar tapar maður ekki mikið. Mánuður af þeim endist líka í mánuð, og jafnvel lengur ef maður er að nota gleraugun líka.
Ég er ekki viss hvað mánaðarlinsur kosta en ég veit að það er mjög dýrt. Þú getur fengið mánuð (30 pör) á, minnir mig, kringum 6000 kr. sem er kannski gott til að prófa.
Ég mæli allavega með Pro Optik í Kringlunni, fékk frábæra þjónustu þar :)