aðeins 5 mánuðir í sumarið! Fokk! Venjulega elska ég veturinn, en jeez, núna seinustu daga langar mig ekkert meira en að fá sól og steikjandi hita.

Geta labbað út í litríkum pilsum og bolum og keypt sér ís til að svala sig niður. Vera úti að skemmta sér og njóta lífsins langt fram á rauða nótt!
Hlusta á brjálaða sumartónlist og dansa eins og fáviti… fara í útileigur (já ég veit það er líka hægt á veturna), grilla, halda úti/garðpartí, fara í “lautarferð” niðrí fjöru og kveikja varðeld og grilla sykurpúða, allar skemmtanirnar um allt land, vaknað eldsnemma og fara út að hlaupa(best!), þannig að maður hafi allann daginn til að gera e-ð! þurfa ekki að hafa áhyggjur af prófum, skóla og heimanámi, og ég gæti haldið áfram endalaust!


Urr.. ég ætla að reyna að þrauka í 5 mánuði í viðbót! ohh.. bloody vetur! mig langar í sumaar!

Á sumrin þá dansa ég
frá morgni til kvölds hvar sem er
Þá er lífið svo stórkostlegt
því dansinn hann fullægir mér!
og ekki hjálpar það þegar maður fer að hlusta á tónlist sem minnir mann á seinasta sumar :/

Bætt við 2. febrúar 2007 - 23:21
og hversu awsome væri það ef það væri keppt í koddaslag á Íslandi! =O
Já Það er keppt í koddaslagi í USA!

Mig langaaaaaaar!