tekið úr visir.is

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu var kölluð í heimahús í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem fjórtán ára unglingur gekk berserksgang og braut og bramlaði innanstokksmuni. Lögregla þurfti að brjóta upp hurð til að komast að piltinum og róa hann niður.

Ástæða æðisins reyndist vera sú að foreldrar hans höfðu sagt upp nettengingu á heimilinu þannig að hann komst ekki lengur í tölvuleik, sem hann var orðinn heltekinn af. Ekki er langt síðan að tveir unglingar trylltust af svipuðum ástæðum þannig að foreldrar þeirra urðu að kalla á lögreglu. Alvarlegum tilvikum af þessu tagi fer að sögn lögreglu fjölgandi.

erum við orðinn svona?