…Eeeeeen hvað þýðir það þegar augu eru sögð “flökta”? 8-) Ég hef lesið þetta í ótal bókum og þess háttar í mörg ár, en ég hef aldrei vitað hvað þetta á að vera.
Er það ekki þegar augun eru full af tárum en samt ekki það mikið að það þau leka niður kinnina og maður sér ljós flökta af því. Ég hef alltaf hugsað mér það þannig. Annars hef ég ekki hugmynd um það.
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon
Jahá, þú færð mörg mismunandi svör. Ég myndi halda að það væri svona ef maður er ekki að einbeita sér að einhverjum einum hlut heldur að horfa svona … letilega í kringum þig… :P
Eins og var sagt hérna fyrir ofan, þegar maður lítur í kringum sig. Ekki samt eins og maður sé að skoða allt heldur meira kærileysislega. Ég held það, þetta er allavega eitthvað með að hreyfa augun.
Þegar ljós flöktar þá kviknar og slökknar á því á miklum hraða, sama með augun, þau opnast og loka á miklum hraða. Svipað og þegar þú sérð manneskju falla í yfirlið rétt áður þá flökta augun í henni.
Það er svona þegar manneskja er mjög hrædd og augun hreyfast mjög lítið í sitthvora áttina, svona geðveikt hratt en samt stutt á milli. Eins og ef þú mundir hreyfa augun hratt á milli þessara stafa tveggja:
a b
Bætt við 2. febrúar 2007 - 16:08 ég meina: A_________________B
“Flökt” er ansi skemmtilegt orð. Ætli flöktandi augu séu ekki augu sem stoppa lítið sem ekkert en eru mikið á svona ‘flakki’. Gæti jafnvel verið merki um einhversskonar paranoju eða stress.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..