Ég er ekkert smá pirruð.. bróðir minn var að segja mér frá alvalegu einelti sem hann er fyrir í skólanum, sem sagt hrint, kastað steinum í hann. Hann kom einusinni blóðugur heim og kallaður hommi.. kom til min og spurði mig hvað hommi væri og hvort hann væri hommi.. tek það fram að hann er 10 ára og einhverfur í þokkabót. Skilur þetta ekki og fattar ekkert.
Hvað er að krökkum hann var bara hágrátandi og það var svo sárt að sjá þetta, skerst alveg inní mann. Er fólk alveg hætt að fræða krakkana sína ? hann skilur ekki einusinni hvað það er sem hann er að gera rangt. Spyr bara hvort það se eitthvað að honum og afhverju honum sé strítt og lamin útaf engu.. Meirað segja einusinni í útileigu í fyrrasumar þá var ég að passa hann og 3 frænkur minar þegar einhverjir strákar koma og fara að tala við hann og eftir smá stund eru þeir byrjaðir að stríða honum.. ég man hvað ég var pirruð enda hund skammaði þá.
Mig langar mest bara að fara upp í þennan skóla og taka þessa krakka í gegn.. og að kennararnir geri ekkert eða neitt, dísess vá hvað ég er pirruð. Krakkarnir vita ekki einusinni hvað einhverfa er.. og kalla hann bara vangefin, samt er hann mjög skýr og margir sjá ekki að það se nokkuð að honum.. sorry en ég varð að koma þessu frá mé