núna fyrir stuttu þá sagði frændfólk mitt sem búa út í Dublin að maður hefði bjargað gamalli konu út úr brennandi íbúð og er nú þvílik hetja,
málið er að hann fær fjölmiðla og fekk meira segja námstyrk og er heimsfrægur, en fólk sem er að borga 3/4 af öllum peningum sínum til styrktar krabbameinssjúka barna, fólk sem fer til Namibíu og bjargar hundruði barna, fólk sem berst fyrir að bjarga sem flestu fólki út í öðrum löndum og fórna jafnvel öllu sem þau eiga, eg hef aldrei heyrt talað um að þetta fólk séu hetjur, fólk lítur bara framhjá því, þau eru að bjarga jafnvel þúsundum barna á einum degi og það er ekkert big deal, síðan kemur maður og bjargar einni gamalli konu úr brennandi íbúð og er nú “Hero of the year”.
auðvitað finst mér frábært að hann hafi bjargað henni og hún sé heil á húfi, en mér finst bara rosalega ósangjarnt að hann fái 100x meiri umfjöllun en allt hitt fólkið til samans..
kanski er ég að ýkja en eg veit það ekki, en er einhver hérna á sama máli og ég?