Mér skilst að þunglyndi stafi af því að ákveðin efni sem gera mann glaðann vanti í líkamann. Ætti það þá ekki að þýða að þegar maður er þunglyndur sjái maður allt í réttu ljósi og hugsi rétt. Þá er heimurinn ekkert “fegraður”.
Þetta er ekki þannig að þunglynt fólk hafi of mikið af neikvæðum efnum í líkamanum heldur of lítið af jákvæðum. Sem þýðir að venjulegt fólk sér hluti ekki nákvæmlega eins og þeir eru. Við segjum: “Hvernig getur þunglynt fólk sagt að lífið sé ömurlegt? Það er fínt…” eða “Lífið getur verið grimmt, en það hefur engin ofurslæm áhrif á mig…” en höfum við rétt til að segja það eða erum við ekki að hugsa skýrt. Það eru þá þunglyndir sem hafa réttar skoðanir en ekki hinir, ekki satt?
Ef svo er þá er ég núna mjög fúll. Ekki bara því að þá væri heimurinn verri en ég hélt, heldur því að þá væru skoðanir mínar og hugmyndir(a.m.k. að hluta til) rangar.
Eða eru það kannski þunglyndir sem hafa rangt fyrir sér? Ég sé allavega ekki afhverju lífið er ekki þess virði svo lengi sem maður hefur öll þessi frábæru gleði-efni (I'm talking drugs people… djók :Æ) í sér, ekki satt?

Discuss, my slaves *svipuhögg*