Ég hef velt þessu fyrir mér en nokkrum getur grunað yfir síðustu misseri og komist að því að mínu mati eru þessi 3 aðalgeð í fólki, það er semsagt
Venjulegur eins og maður er á daglegum þriðjudegi þegar maður fer í vinnuna, fær sér kaffi og les blaðið, bara einfaldur dagur.
Gleði, semsagt þegar maður fær svona bjarta tilfinningu og allt virðist ganga alveg rosalega vel, maður getur ekki séð fram á annað en að hafa gaman það sem eftir er af ævinni.
Vanlíðan, andstæðu tilfinning gleðinar, þegar maður finnst eins og skuggi leggist yfir mann, allt virðist vonlaust og maður sér aðeins röngu hliðarnar á öllu, sama hvað það er þá finnur maður eitthvað slæmt við það og maður hreinlega getur alls ekki munað eftir neinu sem gæti gert mann glaðan..
---- Gleði
-
-
-
---- Venjuleiki
-
-
-
-
---- Vanlíðan
-
-
-
----Þunglyndi
ÉG kýs að flokka þetta semsagt þannig að menn eru svona venjulegir bara almennt, en geti sokkið niður í vanlíðanið, hinsvegar er erfiðara að sökkva sér niður í það sem ég kalla þunglyndi, sem er það sama og vanlíðan, nema að það er stöðug tilfinning, hjá flestum er vanlíðanið í gangi í nokkurn tíma, en þegar í þunglyndið er komið þá er hún (vanlíðanin) á staðnum alltaf.
Að mínu mati er auðveldara að komast í gleði tilfininguna ef maður er í venjuleikanum, en hinsvegar er algengara (fyrir mig) að sökkva niður í vanlíðanið því ég er oftast í því geði að ég er svona rétt fyrir neðan venjuleikan. En þegar ég er í þessum venjuleika þá fæ ég stundum smá svona kitl í gleðitilfinninguna, og þá stundum kemur hún.. Hinsvegar þar sem ég er eins og ég sagði oftast fyrir neðan venjuleikan þá er ég oftast með meira kitl í vanlíðaninu.
Ég tel allt of marga blekkja sig á því að þeir séu þunglyndir, þ.a.m. ég sjálfur. Þunglyndi er meira en margir halda, ég gerði mér grein fyrir ekki svo löngu að ég var haldin vanlíðan (ekki þunglyndi en miklu vanlíðan) og það sem hentar mér vel er að ég veit af því, geri mér grein fyrir vandamálinu og þá gæti lausnin orðið auðséð..
Afsakið hvað þetta varð langt hjá mér (ef einhver las þetta allt…) en svona, flæðir þetta úr manni þegar maður byrjar.
Bætt við 26. janúar 2007 - 00:01 Afsakið, þriðjudagar eru víst ekki daglegir :) las þetta yfir (gleymdi að ýta á endurskoða) biðst afsökunar á málfræði og stafsetningarvillum er orðinn sibbinn.