Ef ég skil þetta rétt, og þetta er einelti sem þú ert að lýsa, þá vil ég bara segja þér hvað bjargaði mér alveg :)
Ég var í skóla sem var fyrir nemendur í 1-7. bekk. Allann tímann var ég lögð í einelti, og hef meðal annars þurft að fara á slysó til að gera að sárum eftir að ég var kýld í miðjum tíma. Þrátt fyrir það og ótal kvartanir frá foreldrum mínum (þau töluðu við kennarana, skólastjórann og foreldrana, en það var aldrei hlustað), þá var ekkert gert.
Þannig að ég fór í annan skóla í 8.bekk. Það bjargaði mér alveg! Ég var semsagt ekki með gömlu bekkjarfélögunum, heldur fullt af nýju fólki og fæstir þekktust vel. Þetta var æðislegt! Ég á ennþá svoldið í vandræðum með að treysta öðrum, en ég hef allaveganna sjálfstraust núna :)
…