Hvað finnst þér um feminista? Öfgafullir
Hvað er feministi í þínum augum? Kvennmaður/Karlmaður sem heldur að hann vilji jafnrétti, en vill í raun kvennrétti.
Hvaða störf finnst þær að konur ættu ekki að vinna við? Sjómennsku, námugröft, húsbyggingar (arkitekt er i lagi samt hehe) og svona önnur “karlmannleg störf”.
Hvaða störf finnst þér að karlar ættu ekki að vinna við? Förðunarfræðingar, húðsnyrtimenn, hárgreiðslustörf og svona önnur “kvennleg störf”
Hvað er jafnrétti í þínum augum? Kommunísmi? Nei annars finnst mér að kvennmenn og karlmenn eigi að fá svipuð laun, en ekki endilega að vera í sömu störfum.
Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Já, hef þó ekki mikla reynslu þar sem ég er tiltölulega ungur.
Hvað má bæta og hvernig? Tja, feministar mættu fara í dálitla naflaskoðun og berjast fyrir því sem þau segjast gera en ekki einhverju öðru. Annars hef ég heyrt mikið væl um það að kvennmenn fái lægri laun, hef ekki kynnt mér það, en ef karl og kona eru í sömu stöðu og vinna sömu vinnu, þá ættu launin að vera sömu ef þau eru jafn dugleg.
Hefur þú fundið fyrir fordómum útá hvers kyns þú ert? Nei
Ertu kk eða kvk? KK