Mér finnst öll þannig tónlist ömurleg, er ekkert þröngsýnn fyrir það… Það er einsog ef þú fullyrðir að öll jazztónlist sé ömurleg…
OH REALLY?
Þetta voru hræðileg “rök” hjá þér, ætla ekkert að vera ósammála þessu en þetta kom málinu ekkert við, og þetta er eitthvað sem allir vita.
Hræææðilegt dæmi.
Eftir Rockstar elskuðu flestir hnakkar í kringum mig Creep. Fm nauðgaði því og maður heyrði þetta lag út um allt.
Var því miður ofspilað og ég hef ekki getað hlustað á lagið lengi.
Útskýrðu, afhverju eru mín rök jafn fáranleg og þín. Sýndu rökræðslu snilld þína.
Málið er, að nánast öll lög geta orðið að hnakkatónlist. Jeff Who? eru t.d. mjög fínir að mínu mati, veit ekki með þig.
Queen hefur oft verið spilað á FM og ég tala nú ekki um Muse.
Svo hef ég heyrt í Hoppípolla á FM957.
Ég tel mig ekki vera hnakka, en ég hlusta á allt með jákvæðu hugarfari og stundum fíla ég tónlistina, og stundum ekki.
Ég er að segja að þú sért þröngsýnn og asnalegur fyrir það að vera það “öðruvísi” að segja að öll tónlist sem FM957 spila sé drasl.
FM 957 eiga það til að ofspila og eyðileggja góð lög, það er ástæðan fyrir því að ég þoli þá ekki.