/Pirr…

Ég hef ekkert að gera. Engin heimavinna, ekkert í sjónvarpinu, enginn á msn, of vont veður til að ég nenni út, headsetin á mp3 spilaranum mínum eru ónýt, ég er komin með leið á öllu sem ég er með í iTunes og það kemur ekki matur nærri því strax. =D

En að öðru…

A) Ég er með fávitum í stærðfræði. Svona fólk sem gæti ekki þagað í 5 mínútur þótt þau fengju milljarð fyrir það. Sitja bara aaaallan tíma og tala&tala&tala og/eða eru með læti. Svo eru þau alltaf heimtandi að fá að fara fyrr. Halda svo að þau tali fyrir hönd allra þegar þau eru kannski þrjú að segjast vilja fá að fara.
Þó að þau vilji fá að fara fyrr, þá gildir ekki það sama um alla.


B) Mér finnst asnalegt að Bretar (og einhverjar aðrar þjóðir) séu að skipta sér af hvalveiðum Íslendinga. Ég get ekki séð að þeim komi þetta eitthvað við. Eigum við ekki bara að fara í herferð gegn þeim fyrir að vera ljótasta þjóð í heimi? =D Sounds good to me…


C) Vinnan. Alltaf gaman að nöldra um hana. Var einmitt í henni í gær, þegar einhver kona kemur til mín með einhverja Basil plöntu (eða eitthvað), sem var orðin frekar léleg. Biður mig um að sjá hvort að ég eigi einhverjar nýrri og betri inn á lager. Ég fer og gái. Það eru ekki til neinar. Þetta var einhvern veginn svona:

Ég: “Því miður eigum við bara þessar frammi. En það á að koma sending af þessari plöntu í fyrramál…”

Kona: "Þú verður bara að afsaka, fröken, en það er rúmum hálfum sólarhring of seint, því ég þarf að nota þetta núna!“

Ég: ”Því miður eigum við bara þess…“

Kona: ”Bíddu…Ætlaru þá ekkert að lækka verðið á þessu fyrir mig, eða?!“

Ég: ”Við lækkum ekki verðið á vörunum, nei.“

Kona: ”Ætlaru þá bara að selja mér þetta á fullu verði, eða?“

Ég: ”Tjaaa…Reglurnar eru bara svona.“

Kona: *Hendir draslinu í mig* ”Þá skaltu bara henda þessu!" og rýkur í burtu.

Gaman að sjá hvað sumt fólk er þroskað og tillitsamt…


Jeijj.