Svo heyri ég öskur “oh my god”
og þá kíki ég á lagerinn, og það vill ekki betur en svo að það er ALLT í mjólk á gólfinu. þá hafði mjólkurkallinn verið að keyra inn (mikill vindur) og feikti kerrunum og hann reyndi að halda í þær (3 kerrur) iog hann nær bara halda einni. hinar 2 ultu… báðar með mjólk í… þannig um 100 lítrar í gólfið, á litlum lager OG EKKERT NIÐURFALL
við vorum 3 að sópa út á milljón, en reyndist erfitt þegar mikill vindur var og feikti þessu inn samstundis, maður þurfti heldur betur að hafa hraðar hendur… herlegheitin tóku um 2 tíma!!!
ég hef ALDREI séð eins mikla mjólk á bretti!!
ég bara trúði ekki eigin augum þegar ég kom að þessu!!
fyrst var þetta ógeðslega pirrandi, því maður sópaði á milljon og þetta virtist ekki taka enda, en svo var ég hlæjandi við þetta.
Þetta er eitthvða til að hlæja af í framtíðinni :)
hafið þið lennt í einhverju svona svipuðu hehe :D
Ofurhugi og ofurmamma