ætla að fá að nöldra smá =)
Mér finnst eitt við grunnskólakerfið allveg fáááránlegt! Frá 1 bekk er byrjað að troða inní hausinn á manni að setning eigi alltaf að byrja á stórum staf og enda á puntkti.
En svo þegar maður er loksins búinn að ná því, þá er allt í einu skipt um skoðun og sagt að ein setning þurfi ekki að byrja á stórum staf og enda á punkti, heldur er það ein málsgrein.
Í þessari málsgrein voru t.d. 6 setningar ef ég hef talið rétt (er ekki sú sterkasta í íslenskri málfræði, vil helst hafa þetta bara clean & simple) en samt var bara einn stór stafur og einn puntur.
Méér finnst að fyrst að þetta sé svona þá eigi að kenna þetta frá byrjun, en ekki ‘breyta um skoðun’ og byrja ða segja annað þegar maður er búinn að læra að setning eigi alltaf að byrja á stórum staf og enda á punkti.
Þótt þetta sé smá flókið fyrir þau litlu, en hvað er þetta… Krakkar eru alltaf að vera heimskari og heimskari, afhverju ekki að byrja sem fyrst að reyna að koma einhverju inní hausinn á þeim til að mannkynið enda bara ekki útí rassgati.
T.d. (mér finnst þetta eðlilegur hlutur að vita), bekkarsystir mín vissi ekki að það væri stríð útí Írak, og Saddam var bara ‘einhver kall’ sem var hengdur. Hún horfir ekki á fréttir og hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast í heiminum. Henni er bara allveg sama.
Æjh, ég er orðin pirruð á því hvað það er orðið kúl að vera heimsk hjá stelpum, kunna t.d. ekki e-ð sem að við höfum verið að læra í 8, 9 og 10 bekk. “Æjh, mér er allveg sama, ég fer þá bara í 0 áfanga… Skiptir mig engu máli”
Er orðin e-r tískubóla að vera (þykjast vera) heimsk? Æj, ég tók samt sona ‘tímabil’ í 8 bekk að ég var of kúl til að læra, en það líður.
Persónulega sé akkúrat engann tilgang á því að vera í skóla, nenna ekki neinu, vilja ekki læra neitt, vera of kúl til að læra. Ég hef alltaf staðið mig vel í skóla og hef oftast haft miiikinn metnað í að gera mitt, og gera það vel og það er bara farið að fara í mínar fíííínustu þegar stelpum er allveg sama og fá prófið sitt “úúpss.. ég fékk 2. *flisss* váá ég er so heimsk :')”
Auðvitað getur manni gengið illa á sumum prófum en til eru takmörk fyrir öllu. Þið kannist við þetta er það ekki ;)
Væru þig t.d. til í að vera með stelpu/strák sem væri bara allveg útúr heiminum, kynni ekki neitt því manneskjan var of kúl til að læra og væri bara bókstaflega heimsk?!
Nei takk fyrir mig.
en ég er hætt í bili :) haha
mennt er máttur