Þetta var sýnt hvað eftir annað á Sky og CNN og hvað sem þetta allt heitir.
Þennan dag missti ég allt álit á því sem hinn vestræni heimur kallar “mannréttindi”. Í þirðju grein mannréttindayfirlýsingu sameinuðujóðanna stendur orðrétt:
3. grein.
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
Takið eftir orðinu líf. svo í þrítugustu grein sama sáttmála stendur:
30. grein.
Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg, að nokkru ríki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda, sem hér hafa verið upp talin.
Mér er sama hvað þessi maður gerði. Hann er viðbjóðslegur í mínum augum, hann lét fyrirskipa morð. En hver er með hræsni en sá sem fremur sama verknað og var að gagnrýna? Það er verið að refsa manneskju fyrir morð og hún er tekin af lífi. Morð fyrir morð.