Ég gleymdi: Gott að þú trúir bara á Guð og Jesús en ekki allt hitt ruglið, virðing mín fyrir þér varð hærri þegar þú sagðir þetta. Mér finnst það samt rangt hjá þér, auðvitað.
Í fyrsta lagi, þá vil ég biðja þig að hætta að tala svona niður til min. Hækkaði virðing þín fyrir mér útaf því? Þannig að ég ætti minni virðingu skilið ef ég tryði á biblíuna?
Það sem þið trúleysingjar þurfið að fara að skilja er að trúað fólk á alveg skilið sömu virðingu og þið. við erum ekket heimskari en þið vegna þess að við trúum á eitthvað sem þið gerið ekki. Þetta er bara spurning um val og lífsgildi.
Í öðru lagi þá er ég hundleiður á þeirri hræsni að trúleysingjar gagnrýni trúað fólk á þeim grundvelli að trúaðir menn séu yfirgangsseggir og troði trú sinni upp á fólk. Ég er ekki að neita því að það fólk sé til, en eruð þið eitthvað skárri? Sífellt að lítillæka og gera grín að trúuðu fólki, því þið teljið ykkur upplýstari en okkur?
Það er ekkert nema helvítis
hroki í ykkur.
Ég, og annað fólk eins og ég, á skilið að fá alveg sömu virðingu og þið ætlist til að fá frá okkur!
Þótt að þér finnist mínar trúarskoðanir ekki réttar þá gefur það þér ekki rétt til að líta niður á mig eða opinberlega gagnrýna og lítillæka mínar skoðanir.
Þú ættir að hafa þroska til að vita að trúarskoðanir fólks eru mjög viðkvæmur blettur, og þú ættir að fara varlega í það hvernig þú talar um þessi mál í framtíðinni.
ÞAð er ekkert að því að rökræða um þessi mál, ég geri það oft sjálfur, en þá skaltu muna næst að halda hrokanum í skefjum og virða skoðanir annarra.