Ég tek mér það bessaleyfi að stela atriðalistanum frá Xavier, og segja mitt mat á hverju atriði fyrir sig.
Valgerður búin að skemma Ísland í upphafsatriðinu: svona la-la.. góð hugmynd, en virkaði ekki fyrir mig
Dagur B. Eggerts, kreppan, fuglaflensan og það sem gerðist ekki á árinu. Man eiginlega ekkert eftir þessu atriði, svo varla hefur það verið merkilegt.
Ólífur? Ólífur Ragnar Grímsson. Lúmskt fyndið atriði. Þegar það kom, þá var maður svona “ha!?”, en eftir á að hyggja þá var það bara asskoti skondið. Þetta er brandarinn sem situr í manni eftir skaupið allavega.
Gussa skellt á Alþingi fyrir tæknileg mistök. Fínt skot á Árna Johnsen í lokin. Ágætis hugmynd, en ekki útfærð nógu skemmtilega.
Herinn að semja við Jón og Geir. Ömurlegt atriði.
Sketsarnir með Jón Gnarr í Smáralind. ÖMURLEGIR!!!
Herra Ísland. “Hehehehe.. Sástu þegar ég gubbaði?” Snilld.
Kjósendur til sölu var fínt skot á Björn Inga og framsókn. Skondið, en ekkert “bwahaha” fyndið.
Bobby Fisher var Snilld.
Vísitala neysluverðs hefur hækkarð um 2.25%. Veit ekki hvað mér á að finnast.
Unnur Birna tekinn af Audda. Nah.
Eyþór Arnalds tekinn af Audda. Jájá. Ekkert meira en það samt.
Jón Gnarr sem textahöfundur. Nokkuð skondið.
Ómar Ragnarsson og Gísli í Uppsölum að skila sjónvarpinu sem Ómar og Jón Páll Sigmarsson færðu honum… Vill fá flatskjá. Steikt, ekki nógu fyndið.
Fjölskyldan að fara að mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Nah.
Valli vökunótt og Magnificent koffíntöflur. Snilld.
Sonur: “Ég kaus Lucas” Pabbi: “Ásgrímur þú mátt fara í skólann” Snilld.
Brynja hnakkamella, á djamminu. Gott skot, og sæmilega fyndið, en engin æpandi snilld. Samt sáttur.
Mamma að opna reikning fyrir ungabarnið með 300.000 kr yfirdrætti. Vá, man ekki einu sinni eftir þessu atriði, svo varla hefur það verið merkilegt.
Plútó Guðmundsson. Sama og síðast.
Einar Bárðarsson og Nylon videóið. Allt í lagi svona.
Island er so lille a man faktisk kan ikke se det pa korted. Stál og hnífur. Sama og síðast.
Álbyssur. Ömurlegt.
Teiknimyndin með Skeletor. Ömurlegt. Fínt samt að það er líka gert grín að öfgunum hjá náttúruverndarsinnum, en þetta var bara engan vegin nógu vel sett fram.
Skaupið fyndið. Naah.
060606 afmæli Satans. Annar brandari sem maður áttar sig ekki á fyrr en í lokin. Þá var hann bara þrælfínn.
Finna leiðtoga mótmælanda. Ömurlegt.
Snúa lokanum réttsælis. Man ekki einu sinni eftir honum.
Valgerði rænt á Kárahnjúkum og drekkt. Nah.
Kynþokkafyllsti viðskiptamaður í heimi. Nah.
Hannes Smárason brandararnir. Nah.
Kvikmyndin um Baugsmálið. Ágætt, svolítið langdregið en í heildina með betri atriðum skaupsins.
Auglýsing Orkuveitu Reykjavíkur. Sko.. þarna erum við með Þorstein Guðmunds og dverg, svo þetta gat ekki annað en orðið fyndið. Þessi auglýsing átti það líka svo fullkomlega skilið að vera tekin í Skaupinu. Besta atriði skaupsins IMO.
Skaupið í heildina í lélegra lagi að mínu mati. Þau hafa samt alveg verið verri svo maður nennir ekkert að vera að kvarta, auk þess sem væntingarnar eru orðnar svo litlar að manni er alveg sama þótt skaupið sé í slappara lagi, það er samt alveg gaman að því.