Og er fyrir þér ekki minnsti möguleiki að einhverjum þyki hann hafa flutt hana það leiðinlega að e-r hafi sofnað?
Hvort ræður eru skemmtilegar eður ei fer yfirleitt mikið fremur eftir ræðumanninum en innihaldinu, svo hættu að bulla um að það hafi alltaf verið það sama, það kemur málinu ekki við.
Þú ert ekki að benda á neina “staðreynd”. Og ég veit nú ekki um neitt sem bannar mér að skipa þér fyrir verkum, en það er annað mál hvort þú þurfir að hlýða eður ei. Ég get skipað þér að gera hvað sem er, ekkert að því, en það er ekkert sem segir að þú þurfir að hlýða mér.
Það lýsir engum óþroska að segja þér að þegja, endilega segðu mér hvað er svona óþroskað við það? Sure, það eru engin rök fyrir neinu og að segja bara ‘þegiðu’ í rökræðum er ekki góð tækni. En ég kom í sama svari með mikið af rökum, svo hvað ertu að kvarta?
Og jú vinur minn, þú ert tregur. Það segir sig sjálft að glaðvakandi fólk sofnar ekki útaf engu, en þó maður sé ekki það þreyttur er vel hægt að sofna útfrá ræðu. Það er ekkert ólíklegt að e-r hafi setið, hlustað á ræðuna einsog svo oft áður, og einfaldlega sofnað af leiðindum. Þó að þér hafi ekki fundist þetta ávarp leiðinlegt, geturðu ekki neitað öðrum um þá skoðun. Að kalla viðkomandi óbeint heimska (þ.e. gefa í skyn að viðkomandi viti ekki neitt um pólitík og hafi búist við spennumynd einsog heilalaust fórnarlamb nútímavæðingarinnar) er fyrir mér mikið meiri dónaskapur en ég hef sýnt þér í kjölfarið á þessum mikla dónaskap þínum.
Sættu þig nú við að allir eru mismunandi og ekki finnst öllum allt jafnfrábært.