Ég er í smá peninga-pælingum og langar að bera mig saman við aðra …
1. Aldur og kyn
2. Vinnurðu á sumrin?
3. Ertu í skóla og ef svo er ertu að vinna með skólanum?
4. Ertu í vinnu (en ekki námi)?
5. Býrðu hjá foreldrum og ef svo er borgarðu heim? (Borgar foreldrum ákveðið á mánuði fyrir að búa heima)
6. Hvað eyðirðu sirka á mánuði (t.d. inneign, mat/nammi, föt o.fl.)
7. Telurðu þig eiga nóg af pening?
Það þarf enginn að svara öllu. Bara ef þið nennið :) (ég er farin að hljóma eins og Gallup :S)
Bætt við 30. desember 2006 - 05:37
Ég ætti kannski að svara sjálf …
1. 17 ára kvk.
2. Já, eins mikið og ég get.
3. Ég er í menntaskóla og vinn með.
4. (Fyrir þá sem fatta það ekki er þetta spurning fyrir þá sem svöruðu “nei” fyrir ofan)
5. Ég bý á heimavist meðan skólinn er og borga fyrir það (u.þ.b. 30.000-40.000) en í fríum bý ég hjá foreldrum og borga ekki heim (enda búin að borga nóg um veturinn :P)
6. Ég eyði kannski 500 kr. í inneign, 5000 kr. í mat og nammi og slatta í föt, geisladiska og annað þesskonar einstaka sinnum og borga þar að auki fyrir heimavist.
7. Ég á oftast lítið af pening á vorin en núna er ég í góðum málum :)