Er einhver hérna sem er góður á bíla og nennir að lesa þetta?
Bílinn minn elskulegi hefur tekið upp á því að drepa á sér. Þetta er semsagt polo '98 árgerð.
Fyrst ýldi hann á okkur og sýndi olíumerkið. Ég fór með hann að kíkja á olíu en það var ok (reyndar 3 ár síðan skipt var um…)
Hann hélt þessu áfram. Oftast dugði að bíða í hálftíma meðan hann kældi sig og þá var hægt að fá hann aftur í gang… Þetta er ekki startarinn þar sem hann startar alveg. Það kemur bara ekkert meir….
Hann virðist gera þetta oftar þegar maður er að hægja á honum á ljósum eða í beygjum.
Það var farið með hann og skipt um háspennukefli… Þá var bílinn fínn í 2-3 daga en fór svo að gera þetta aftur. En þá fór hann aftur að ýla og sýna olíumerkið sem hann hafði hætt að gera…
Dettur þér eitthvað til hugar?
Ef ekki, geturðu þá allavega sagt mér hvort kveikja og startari sé það sama því nú vilja þeir skipta um kveikju…
Just ask yourself: WWCD!