Sælir hugarar! Um þessi jól fékk ég í jólagjöf spilið sem byggt er á sjónvarpsþættinum meistaranum og í gær fór ég að spila það með vinum mínum og þetta spil er algjört rusl! Bæklingurinn er 3 bls og það vantar heilmargar upplýsingar í það eins og hvernig á að enda spilið! Síðan í spurningunum eru margar stafsetningavillur, þó maður geti lesið spurningarnar þrátt fyrir villurnar þá er það dálítið pirrandi að sjá næstum á öðru hverju spjaldi stafsetningavillur!
Það er eins og þeir hafi flýtt sér að gera þetta spil fyrir jól sem kemur niður á gæðum spilsins og mæli ég alls ekki með Meistaraspilinu.
Kv. Coolistic