Hvernig lýsir hettusótt sér?
Bætt við 19. desember 2006 - 11:47
ok ég er búin að komast af því að ég er með smávægilega hettusótt
Fólk má nú hætta að senda inn sömu svörin;)
Hettusótt er veirusýking sem einkennist af hita, slappleika og bólgu í munnvatnskirtli sem liggur framan við eyrunog niður á kjálka. Oftast er sýkingin hættulaus og gengur yfir á stuttum tíma, en getur verið hættuleg, einkum hjá fullorðnum og unglingum. Oftast er hettusótt því mildur sjúkdómur, en er þekktur fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum.Af doktor.is
Alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins eru einkum heila og heilahimnubólga, heyrnaskerðing og bólga í eistum, sem getur valdið ófrjósemi. Bólusetning veitir vörn gegn sjúkdómnum. Greining sjúkdómsins byggist á klínískum einkennum sjúklings og mælingu mótefna í blóði. Öll greind hettusóttartilfelli ber að tilkynna til sóttvarnarlæknis.