Ef að manneskja hefur ekki lent í neinum áföllum, óhöppum eða öðru, hvað er það sem veldur henni hugarangri?
Sjálf hef ég átt mína erfiðu tíma, og fengið minn skammt af sársauka og sorg, en ég er ekki á lyfjum til þess að halda sársaukanum í skefjum.
(þó svo að suma daga veitti ekki af því)
Og svo veit maður dæmi um fólk sem hefur fengið áfallalausa ævi, sem er sí japplandi á pillum og alltaf hjá geðlæknum og ég veit ekki hvað og hvað….. en afhverju?
Er þetta tilbúin sársauki? eða er eitthvað sem fær fólk til þess að líða illa að ástæðu lausu?
æ ég er bara með smá pælingar hérna…..
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"