Ok, farðu inn í Control Panel (Start-Settings-Control Panel) og finndu Sounds and Audio Devices á listanum, opnaðu það og athugaðu Volume flipann, hvort Device Volume er nokkuð stillt á 0 og hvort mute er á eða einhver önnur stilling þarna að fokka þessu upp. Ef hvorugt er, updeitaðu þá drivera fyrir hljóðkortið þitt (
gúgla bara nafnið á hljóðkortinu “+drivers download”). Ef það kemur ennþá eitthvað rugl um að það sé ekkert hljóðkort, opnaðu turninn og tékkaðu hvort það sé ekki rétt tengt (ATH: ekki gera þetta nema þú vitir hvað þú ert að gera, annars fáðu einhvern annan til þess). Ef það virkar ekki heldur er séns að fá einhvern vin sinn til að lána sér hljóðkort til að tékka hvort það virkar (ekki reyna þetta heldur nema þú vitir hvað þú ert að gera), ef það virkar þá ertu með ónýtt hljóðkort. Ef það virkar ekki… þá veit ég ekki hvað er að.