Fyrir rúmlega mánuði bilaði tölvan mín. Ég var að vírusskanna hana í safe mode, skrapp út og keypti mér eina með öllu nema hráum, kom til baka og þá var hún bara dauð. Ég skoðaði þetta, og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri líklegast straumbreytirinn (en þetta er fartölva. Keypt í júlí). Ég hef átt tölvu þar sem að móðurborðið dó, og ég hef verið með tölvu þar sem aflgjafinn dó. Og þetta var bara einhvernveginn öðruvísi.

Daginn eftir sendi ég mömmu mína með hana fyrir mig í viðgerð, af því að ég var að vinna frá 8-18 þessa vikuna, og ekki möguleiki á að fá að skreppa frá. Hún fór með hana á verkstæðið við búðina þar sem tölvan var keypt, og sagði þeim að þetta væri líklegast straumbreytirinn. Þá var henni tjáð að engin ábyrgð væri tekin á gögnum á harða disknum, það væri mín ábyrgð að taka öryggisafrit. Mamma var ekki sátt, og sagði þeim að þetta væri ekki eitthvað sem ætti að koma harða disknum við, hún vildi bara fá að prófa nýjan straumbreyti. En þeir áttu ekki svoleiðis, og vildu fá að hafa hana í fjóra daga. Jæja, ekki mikið hægt að gera í því.

Fjórum dögum seinna hringi ég í þá, og þeir segjast hafa sent hana til umboðsaðila. Right.. Ég spyr hverjir þeir séu, og kallinn segist ekki vita það. Ó, traustvekjandi!

Ég bíð í nokkra daga, hringi aftur, og kallinn segist ætla að hringja og athuga málið og hringja svo í mig.
Jæja svo hringir hann. Segir að umboðsaðilinn dularfulli hafi sagt að straumbreytirinn væri ónýtur. Þetta var tvemur vikum eftir að tölvan fór til þeirra með þeim sömu skilaboðum. Mamma hringdi í einhvern sem hún kannast við hjá Opnum Kerfum (þetta er HP tölva, en ekki keypt frá OK heldur keypti búðin hana beint að utan). Hún komst þá að því að tölvan var hjá þeim, en það myndi taka einhverjar vikur að fá nýjan straumbreyti því hann sé ekki til á landinu.


Oooookay þarna var ég byrjuð að vera virkilega pirruð. En svo var hringt í mömmu strax aftur og sagt að þetta myndi ekki taka svo langan tíma þrátt fyrir allt.

Það tók tvær vikur. Semsagt, mánuður sem ég var tölvulaus útaf einum skitnum straumbreyti.

Ég hringdi í fyrradag á verkstæðið (semsagt ekki OK, heldur búðina þar sem tölvan var keypt) og spurði hvort tölvan væri nokkuð komin. Þá var mér sagt að hún væri tilbúin hjá OK, og kæmi daginn eftir. Þá ætti bara eftir að testa hana, og þeir myndu hringja í mig.

Svo í gær var liðið á daginn, og ég hringdi og spurði. Þá var annar maður sem svaraði, sem sagði að hún væri ennþá hjá OK og kæmi daginn eftir. Þá sagði ég honum að það hefði verið sagt daginn áður líka, og þá breyttist sagan. Hann ætlaði að spurja einhvern gaur hvort það væri búið að testa hana, og sagði að það yrði hringt í mig.

Fleiri klukkutímar liðu, og ég ákvað bara að fara á staðinn. Ég fór beint úr vinnunni, því strætó fer framhjá verkstæðinu og það væri asnalegt að fara heim fyrst, og taka svo strax strætó til baka.

Sagði manninum þar að ég væri komin að testa tölvuna mína, því þeir væru líklegast ekki búnir að því. Hann sagðist bara ætla að gera það snöggvast, og ég beið frammi.
okay, flott.

Þá kom hann til baka og sagði mér að það hefði svolítið komið uppá. Þennan part skildi ég ekki alveg, en það var eitthvað með að þeir hefðu fært allt af mínum harða disk yfir á annan disk til að bjarga gögnum, en sá diskur hefði eyðilagst. Auðvitað brjálaðist ég, því mamma tók það skýrt fram við þá að þegar það er keypt ný snúra fyrir tölvu á það ekki að þurfa að bitna á harða disknum. Þeir ættu ekki að koma nálægt honum. Kærastinn minn segist aldrei hafa séð svona mikla bræði í augunum á mér eins og á þessari stundu.
Kallinn sagðist ætla að athuga þetta betur.

Á meðan kom mamma mín, sem ætlaði að keyra mig heim þaðan. Hún brjálaðist líka (hún er tölvukelling, vinnur við það og svoleiðis).
Kallinn kom þá til baka, og sagðist hafa ruglast :p það væru tvær alveg eins tölvur sem hefðu komið þennan dag og hann hafði litið á vitlausa. Hjúkket! (Greyið hinn eigandinn, samt =/)

Ég semsagt fékk mína tölvu, þurfti ekkert að borga (hefði ekki borgað hefði ég verið beðin um það, glætan!), og fór heim og spilaði World of warcraft.

Og titillinn á þessum korki vísar í ánægjuna sem býr innra með mér núna :) Og ég efast um að einhver hafi lesið þetta allt í gegn og þetta er í rauninni tilgangslaus þráður.
Og… lengri en margar greinar =/
Óver and át!