Hversu einmanna sem við kunnum að vera, þá erum við ekki ein í heiminum. Það er annað fólk í kringum okkur, fólk sem er illt, fólk sem er gott. Fólk sem vill skemma, fólk sem vill hjálpa. Það sem ég er að segja að það er alltaf einhver, þó að það sé ekki nema ein mannesa sem er tilbúin til að hjálpa. ÞAð er alltaf allavega ein mannesjksa sem er þess virði að lifa fyrir.
Ég segi að sjálfsmorð er eitt það sjálfselskulegasta sem hægt er að gera vegna þess að ég þekki dauðann, þó ekki af persónulegri reynslu. Treystu mér, ég er gráti nær þegar ég skrifa þetta út af því að dauðinn er svo óendanlega sár. Þegar ég fékk fréttirnar um það að litla frænka mín væri dáin, tæpum klukkutíma eftir að mamma sagði mér að hún hefði verið alla helgina á sjúkrahúsi vegna veirusýkingu í hjarta… þá gat ég ekkert gert, nema bara farið upp í rúm og grátið. Tilhugsunin um það að litla frænka mundi aldrei, aldrei aftur stíga fæti á jörðina, aldrei anda aftur, aldrei fara í háskóla, kyssa strák, njóta lífsins! Bara það að hún fengi aldrei aftur að segja eitt orð var svo erfitt að samþykkja! En dauðinn kenndi mér að lífið er svo mikilvægt. Það þarf svo lítið til þess að það hverfi… ÞAð hlýtur að gera lífið þess virði að lifa.
Líf einnar manneskju á aldrei að þurfa að vera það óbærilegt að hún vilji taka sitt eigið líf. Ég geri mér fulla grein fyrir því að stundum finnist manneskjunni það vera eina lausnin á lífinu, að enda það. Málið er að það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þetta. Það eru til úrræði, en það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vill ekki hjálp! Það er fullt af fólki í heiminum sem er tilbúið til að hjálpa. Það þarf bara að biðja um hjálp og vilja hjálp. Ég veit að það getur verið erfitt, en lífið hefur upp á svo margt að bjóða, það er svo fallegt, ef við leyfum okkur að stjórna okkar eigin lífi og leyfum okkur að njóta þess!