Þetta er ekki beint nöldur. Passar samt best á þessum korki. Ég skrifaði þetta í gærkvöldi þegar mér leið bæði mjög illa og mjög vel og ég hafði engan til að tala við (netið er í rugli hjá mér)
—
Hafið þið lent í því að allt gerist á einum degi, margir merkilegir atburðir á sama deginum? Og þið bíðið lengi eftir þessum degi og stefnið á hann því þið vitið að eftir hann er þetta búið. Brjálæðið er búið. Þið getið hent öllum áhyggjum í burtu.
Dagurinn í dag var þannig hjá mér. Ég er í spennufalli núna, var að klára síðasta erfiða verkefnið mitt.
Það er svo ömurlegt að vera svona stressaður og ömurlegt að fá spennufall. Samt er það svo gott. Maður getur verið stoltur af því að hafa komist í gegn um þetta. Klárað allt.
Ég hef verið að bíða eftir þessum degi í 2 mánuði. Ég held alltaf að hann sé bara hinu megin við hornið, rétt að koma eins og venjulega. Þá kemur alltaf eitthvað nýtt, eitthvað til að hafa áhyggjur af. Þegar ég pæli í því hafa síðustu tvö ár verið bæði þau bestu og þau erfiðustu í lífi mínu. Og þessi vika var hápunkturinn. Þessi dagur.
Loksins kemur hann, loksins get ég slakað á …
Loksins …