Rétta trúin er að trúa á sjálfan sig.
Jú, á bak við trúarbrögð er mikil siðfræði. Sum er góð, önnur er vond. En svona allt í allt þá talar siðfræðin mjög oft í mótsögn við sjálfa sig á einum stað. Það er nú eitt af boðorðunum að þú skulir ekki mann drepa. Guess what? Kristið fólk hefur haldið fólki í útrýmingarbúðum, skipulagt glæpi gegn þeim sem eru ekki sömu trúar, drepið heilu fjölskyldurnar, heilu bæina, bara út af því að þetta voru heiðingjar, gyðingar, samkynhneigt fólk eða bara nornir (aka. konur sem kunnu að taka á móti börnum án þess að þ au dæju).
Það á EKKI að kenna eitt trúarbragð í skólum. Annað hvort öll eða ekkert. Eins og staðan er í dag vil ég trúarbrögðin út úr skólum. Skólinn a að vera staður hlutleysis þar sem krakkarnir eiga að geta fengið að vera þau sem þau eru þegar þau koma heiman frá sér. Systir mín kom allt í einu kristin úr skólanum sama dag og hún fór heiðin í skólan.
Ég er ekki kristin vegna þessarar einföldu ástæðu: Eg er ekki alin upp í kristni. Ég hef aldrei farið í kirkju trúarinnar vegna, kannski tvisvar til að fá límmiða og svo til að spila á tónleikum. Ég hef aldrei farið með bænirnar. Eina ástæðan fyrir því að ég kann faðirvorið er skólinn! Er til biblía? NEi. Sálmabók? NEi. Er til kross í húsinu mínu? Nei. Af hverju má ég ekki halda þessu trúleysi mínu sem ég elst upp í? Af hverju er það eitthvað slæmt?
KRistinn boðskapur er að einhverju leyti það sem samfélag okkar byggist upp á. En það er ekki alheimurinn. Ef þú berð saman hávamál og biblíuna og kóraninn, hvað er mikill munur á siðfræðilegum boðskapi? Ef þú berð saman siðfræði Sókratesar og JEsúm, hvað er mikill munur?
Það á að kenna siðfræði í skólum og ekki tengja hana við kristni. Skóli á að vera staður hlutleysis