Ekkert svaka rosa nöldur samt..
Skóli.. fínn bara, nenni ekki að tala um það blah..
Hins vegar, eftir skóla, vinna. Strætó kom á réttum tíma, aldrei þessu vant, voða gaman eitthvað.
Til að gera langa sögu stutta, misskemmtilegir kúnnar..
Til að mynda ein konan. Setti allt draslið sitt á kassan, allt í lagi með það.. biður svo um að fara að ná í eitthvað meira. Okey, ég leyfi henni það..
Bíð svo þarna.. .bíð… bíííííííið, og bíð.
Kemur svona 10 mín seinna með fjóra nítjánhundruðnítíuogfjögur rétti. Afgreiði það bara og læt hana borga.
Hún tekur sér næstu tíu mínúturnar í að raða í poka, jújú, get alveg fyrirgefið henni það.
En svo, þegar hún er næstum því búin að raða í pokana, heyrist.. “Æjj.. *pokaleiterí* Ég ætla að sleppa þessum plómum.”
Jááa.. þegar ég get ekkert gert í þessu! Skilakassin lokaður og ég löngu búin að renna kortinu í gegn og allt það.
Svo þegar ég reyni að segja að þetta sé vesen hækkar hún röddina svo ég fer og næ í hjálp.
Konan af næsta kassa kemur svo og reddar þessu.
Lenti í fleiri svona, leiðinlegu fólki sem ég nenni ekki að segja frá.. mmkey?
Svo kom að heimför! Var að fara að keppa svo ég bað um að fá að hætta hálftíma fyrr. Slapp út á réttum tíma aldrei þessu vant!
Náði meira að segja að kaupa mér skyr og magic, komst að því að magic er ógeðslegt. :)
Sest svo niður á stoppistöð, og hey! Strætó bara kominn. Hleyp inn, og neeeeei! Ég gleymdi strætómiða..
Náði samt að fá ókeypisfar, eða nei, kostaði eitthvað þrettán krónur. Hvolpaaugu og góð afsökun ftw!
Svo keyrir strætó á stað.. Búinn að keyra svolítið lengi.. svona 5-10 mín, þá var hann kominn eitthvað…. eitthvað?
Strætóinn var að fara í allt aðra átt en ég ætlaði, svo ég fattaði að ég hafði tekið vitlausan strætó, hún gáfaða, gáfaða ég.
Stóð upp, talaði við bílstjóran og hann sagði að hann myndi koma á minn stað eftir eitthvað 20 mínútur. Svo ég ætlaði að setjast aftur.. Neeeeeeei, var þá ekki búið að taka sætið mitt og strætóinn fullur, lovely.
Stóð þarna í smástund en svo bauð einhver strákur mér sæti á móti sér, víj!
Fékk allavega sæti.
Strætó keyrir aðeins lengra, þá koma inn litlar stelpur, ‘ógeðslega flippaðar.’
Ég varð náttúrulega fyrir þessu flippi þeirra! Þær ákvaðu að standa fyrir aftan mig, staaaaaaaara og hlógu svo. Svo fóru þær að blása eitthvað aftan á mig og horfðu síðan skuggalega mikið á skyrið mitt og hvísluðust.
Snéri mér við og sagði þeim að hætta þessu, þá fóru þær að hlæga. >_<
Hættu ekki fyrr en bílstjórinn sagði þeim að setjast, ahh, lovely bílstjóri!
Leeeeeeeiðinleg strætóför, tók of langan tíma. Komst að því um leið og ég var komin út að ég var með iPodinn í vasanum.. helv*.
Hringi svo í vinkonu mína, átti víst að vera mætt klukkan sjö upp í íþróttahús, ekki átta eins og ég hélt.
Hún var samt ekki farin svo ég græddi hjá henni far.
Í þokkabót töpuðum við leiknum, kenni engu um nema okkur sjálfum, mórallin í liðinu mínu er hræðilegur. :)
Samt var einhver mamma þarna í stúkuni, sem ætlaði að fara yfir um. Var alltaf að öskra að við værum að kýla, klípa, klóra og værum þvílíkir fantar þarna, á meðan við spiluðum mjög heiðarlega. Hafði sem betur fer engin áhrif á dómarann.
Stefndi allt í rifrildi á milli foreldra þarna í stúkunni en þá kláraðist leikurinn, sem betur fer eiginlega.
Núna er ég þreytt, svöng og langar í sturtu.. En það er ekkert til að éta og ég nenni ekki að sofa né sturtast, ætli maður fari samt ekki að gera það bráðum. >_<
Já, takk, bless. :)
Deyr fé, deyja frændur,