Gerði kærastann minn að svona GSM vini einhverntímann um daginn, og maður getur sumsé talað við hann í einhvern x period time, og svo þegar sá tími er búinn er ekkert verið að láta mann vita að því, neinei þá bara fara þeir í að eyða inneigninni mans. Veit ekki hvað miklum peningi ég hef eytt í það þegar ég er búin að tala við kærastann í einhvern tíma og svo þegar sá tími rennur út byrjar það að takast af inneigninni.
Já svo fyrir 2 vikum síðan fór ég til London og Tyrklands, skráði mig í eitthvað Ogvodafone passport hjá einhverjum Ogvodafone starfsmanni og hann bara “jájá þetta er ekkert mál og bara skemmtu þér”. Ok. Svo þegar ég er lent í Englandi og ætla að fara að láta mömmu og kærastann vita þá bara get ég ekkert hringt. Allt frosið bara. Ég næ að hringja í mömmu og segi henni frá þessu og hún hringir í Ogvodafone þjónustusímann og segir að dóttir sín sé út í London og að fara til Tyrklands og geti ekkert hringt. Starfsmaðurinn var víst ekkert nema kjafturinn og segir mömmu ópent að ég sé ekki nógu gömul til að skrá mig í áskrift fyrir útlönd og blabla, og það verði bara að hafa það, ég verði bara ein útí Tyrklandi símalaus og að hann geti ekkert gert. Mamma varð alveg brjáluð og keyrði niður í Ogvodafone og sagði þar strák sem var að vinna þar hvað væri að og hvernig hinn starfsmaðurinn hafi látið. Hann var hinsvegar ekkert nema almennilegheitin og skildi áhyggjufullu móðurina vel og sagðist geta bjargað þessu og skuli þrýsta á að fá það í gegn strax.
Þannig ég var sem betur fer aftur komin með síma í lag þarna úti.
En svo þegar ég kem til Tyrklands fer allt í fokk aftur. Allt í einu get ég ekkert hringt, varð í fyrsta lagi ógeðslega reið og svo hrædd, með enga ættingja, fjölskyldu eða kærastann hjá mér einhverstaðar í landi með allt öðruvísi siði og menningu en ég hef vanist. Ég sendi sms til kærasta míns og bið hann um að hringja. Það virkar, þannig ég kemst að því að fólk frá Íslandi geti hringt í mig, en ég ekki í þau. Þannig gekk þetta alla ferðina (alveg þangað til seinasta daginn þegar ég týndi símanum mínum í flugvélinni reyndar) ég þurfti að senda mömmu eða pabba og kærastanum mínum sms og þau hringdu svo. Frábært. Hvað ef eitthvað hefði gerst? “Hæ mamma, ég hef verið rænd og var svo barin í klessu.. hringdu þegar þú getur”. Jæja ætla ekki að velta mér uppúr því sem gæti hafa gerst.
En jáá.. svo keypti ég mér nýjan síma í gær.. ætlaði svo áðan að fara að fá mér hringitón í símann, held nefnilega að það komist ekki rauntónar í hann, en hann er auðvitað ekki á þessari OgVodafone síðu. Samsung X650, allir Samsung símar þarna… neeema minn auðvitað. Og einu tónarnir sem hægt er að fá á þessari helv. síðu eru rauntónar! Hversu ömurleg þjónusta er það. Ég hringdi í þjónustuverið og spurði. Gellan sem svaraði var náttúrulega ekkert nema stælarnir. Ég spurði fyrst hvort síminn minn væri enn í áskrift frá því ég var úti hún hreytti í mig “já auðvitað, helduru að það bara breytist aftur í frelsi þegar þú kemur eða? þú breyttir honum í áskrift þegar þú fórst út þannig auðvitað þarftu að breyta honum aftur þegar þú kemur”, ..ég spurði nú bara ósköp sakleysislega.
Svo spyr ég “eruð þið bara með rauntóna á síðunni ykkar?” hún “já, meina það eru flestir komnir með þannig síma núna sko”.
Á ekki til orð yfir þetta fyrirtæki, ætla að skipta yfir í Símann aftur það er alveg á hreinu.
Jáá ég veit pínu langur korkur..
./hundar