Argg.. Ég er orðin svo pirruð á systkinum mínum.. Bróðir minn sem er eldri en ég leyfir sér að skipta sér af mínu lífi og hverja ég hitti. Svo má ég ekki segja orð við hann um hans samskipti við hitt kynið. Litla systir mín sem er 14 ára hagar sér eins og smákrakki.. Maður segir eitthvað við hana eins og maður biður hana að skipta um í þvottavélinni og hún annað hvort gleymir því eða nennir ekki niður.. Og þegar ég bið hana aftur endar það mjög oft á því að ég þurfi að fara sjálf niður með þvottinn. Svo þegar maður er mjög pirraður og vill ekki láta hana vera eitthvað að knúsa mann er hún ógeðslega uppáþrengjandi… Svo þegar hún er pirruð og maður biður hana um eitthvað þá er bara gargað á mann…. Ahh ég er svo pirruð á þessu………

Úff, mér líður betur á því að hafa hamast á þessu lyklaborði….sdfjsalfjstwe45
Súkkulaðihjartað <3