Foreldrar mínir reyna að stjórna öllu. Má varla gera neitt!
Ég drekk ekki, reyki ekki, er ekki í dópi, fæ frekar góðar einkunnir, er í góðri vinnu og bókstaflega geri ekki neitt! En það er ekki nógu gott fyrir þau!
Ef ég sem mikið sem spyr hvort ég megi ekki gista hjá vinkonu þá segja þau: Nei, þú ert of lítið heima! Og þegar ég er heima þá segja þau: Farðu út að gera eitthvað. Þú hengur alltaf heima!
Ég er orðinn 16 ára og er með frelsi á við fimm ára gamlann krakka! Ég fæ bílpróf eftir 4 mánuði og þau munu örugglega taka af mér bílyklana af bílnum sem ég á eftir að fá mér: Jáh, elska mín, þú mátt aðeins nota bílinn á milli kl. 7-8 og svo 3-4 á daginn.
Þau segja alltaf: Þetta er ekki það að við treystum þér ekki, við bara treystum ekki þeim sem eru í kringum þig. Svo mikið ljótt að gerast í heiminum.
Lygar!!!
Svo alltaf þegar ég hlusta á hljómsveitir eins og A.F.I., Silverstein, Wednesday 13, My Chemical Romance, Sign, System Of A Down, Alexisonfire eða yourcodenameismilo þá biðja þau mig að slökkva á þessu og láta Britney Spears eða Spice Girls á frekar, það er miklu ljúfari tónlist. Þau eru föst einhverstaðar á milli áranna 1995-2000
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33