Ég hata allt núna.

Það er næstum því 10 stiga frost úti, snjór út um allt, svona púðursnjór sem fýkur út um allt þegar það kemur smá vindur.

Svo bætir það ekki að hún móðir mín getur ekki fundið ruslapokann með öllu svona húfu og vettlinga-stöffi, samt eru 3 mánuðir síðan við fluttum hingað. Húrra fyrir henni! :D (Ég vil taka það fram að ég fór sjálf niður í kjallara og reyndi að finna hann, en hann var ekki þar, og hún neitar að hjálpa mér að finna hann (hún segir að hann “sé víst þarna”))

Ogogog…Það er verið að endurinnrétta allt; flísaleggja, mála, brjóta niður veggi, setja upp nýja veggi og svona flottheit. Það er svo gaman að búa í hálfkláruðum húsum :)

Ég hata fólk. Mjög hentugt, þar sem ég vinn í stórri kjörbúð. Fæ þar það skemmtilega verk að fylla á grænmeti, fylla á salatbar og þrífa salatbar eftir lokun. Helvítis tussu-viðskiptavinir, geta ekki sett salat í box án þess að henda því út um allt fyrst. Það er alveg merkilegt hversu sóðalegir sumir geta verið.

Hvað er líka málið með svona fólk sem segir ekki ‘takk’? Er það virkilega svona erfitt? Maður fer inn á lager til að ná í eitthvað spes handa einhverri sérþarfahóru, og í svona 45% tilfella heyri ég ‘takk’ þegar ég kem til baka. Hinum 55 prósentunum sendi ég eitt stórt FUCK YOU. Þið megið drepast mín vegna. Já, og það er heldur ekki mér að kenna þegar það eru ekki til kartöflur í lausu! Eða lífrænt ræktuð epli! Eða fersk basilika! >_<

Það er líka pirró þegar fólk kemur til starfsmanns í grænmetisdeildinni og spyr hvort að þau eigi þennan bol í small og bleiku. Svo tekur líka alltaf einhver dúkahnífana mína >_< Ég set þá á hillu inn á lager, skrepp fram, kem aftur eftir fimm mín. og þeir eru horfnir, en eeeeeenginn kannast við að hafa tekið þá.

Fuckfuckfuck!!!111