Gott kvöld, góðir Hugarar
Það gleður mig að tilkynna ykkur að ég hef bæst í hóp þeirra einstaklinga sem eru ósáttir með foreldra sinn/sína.
Þannig er mál með vexti að í kvöld ætlaði ég að labba niður í eldhús og fá mér girnilega pylsu.
Þegar ég er í þann mund að ganga fram hjá herbergi litlu systur minnar þá gengur hún framhjá mér og inn til sín.
2 sekúndum seinna heyrist þvílíkt krass og læti.
Ég er of þreyttur til að vera að pæla í því frekar og dreif mig á klósettið til að þvo mér um hendur fyrir kvöldmáltíðina.
23 sekúndum seinna geng ég út af baðherberginu og inn í eldhús. Þar sitja foreldrar mínir grafalvarlegir. Sérstaklega karl-foreldrið.
Þau eru brjáluð, ég hugsa með mér að það hlýtur að vera eitthvað sem tengist látunum sem ég heyrði koma úr herbergi systur minnar, sem er 4 árum yngri en ég.
Þau höfðu mig fyrir rangri sök um að hafa hrint systur minni eða verið með átök af einhverju tagi sem olli því sem gerðist þarna inni í herbergi systur minnar.
Það sem gerðist inni í herbergi systur minnar var það að hún settist í stól sem keyptur var í Rúmfatalagernum, og var hann óumneitanlega drasl.
Stóllinn fór gjörsamlega í mask og þetta átti víst að vera vandaður skrifborðsstóll.
Aftur að foreldrum mínum; Þau verða brjáluð og hundskamma mig. Þegar systir mín reynir að verja mig þá trúir mamma því sem gerðist en hann karl faðir minn hinsvegar trúi ekki einu stöku orði og heldur að hún systir mín sé einfaldlega að reyna að verja mig til að komist ekki til átaka.
Hann fer að tuða um ,,Hvað ég er alltaf jafnt saklaus“ og fleira tuð og nöldur af því tagi.
Ég fór nú ekki án stríðs af stríðsvellinum. Ég varð reiður, það er ekkert sem gerir mig reiðari en þegar ég er hafður fyrir rangri sök.
Ég kalla hann fordómaskíthæl fyrir að dæma mig um eitthvað sem ekki hafði gerst.
Hann auðvitað bregst við því á móti og úr því verður rifrildi. Hann segir eitthvað í þessum dúr: ,,Ef þú ætlar að vera með óvirðingu við mig ÞÁ SKALTU DRULLA ÞÉR ÚT ÚR MÍNU HÚSI!! :@” svo endurtók hann það sirka 2 sinnum.
Ég þegi og fæ útrás með því að troða heilli pylsu upp í mig í einu og kyngja í einum bita. Svo geng ég frá borðinu í mikilli gremju og leiður yfir því að svona hafi farið.
Í stuttu máli þá brotnaði ruslstóll systur minnar meðan ég gekk framhjá herberginu hennar og pabbi minn hélt að ég hefði gert eitthvað til þess að það gerðist og hótaði að henda mér út.
Nú er ein spurning til ykkar, kæru Hugarar;
Er einhver sanngirni í þessu?
Bætt við 16. nóvember 2006 - 15:37
Smá update
Ég var að reyna að rökræða við föður minn rétt í þessu.
Ég: “Hvernig heldurðu að það sé að fá svona framkomu fyrir eitthvað sem maður gerði ekki?^o)”
Hann: “Það varst þú sem byrjaðir…”
Ég er 17 ára og hann er 57 ára 8-)