Jæja, maður verður að nöldra á Huga svona öðru hverju.
Fyrst vil ég nöldra yfir veðrinu. Það er alltaf hríð hérna og það er alltaf ískalt. Ég neyðist svo til að fara út nokkrum sinnum á dag til að fara í skólann eða eitthvað. Sem betur fer var ég bara í tveimur tímum í dag (ég er með rosalega tómlega og skrítna stundatöflu alltaf) þannig að ég er ennþá á lífi. Það er líka bilað hitunarkerfið eða eitthvað í einni skólabyggingunni svo það er svipað kalt þar og úti. Frábært.
Svo ætla ég að nöldra yfir meiðslum mínum. Ég get reyndar ekki kennt neinum um það nema sjálfri mér, en mér tókst að detta niður tröppur á föstudagskvöldið/nóttina og ég er með feitasta marblett í heimi á rassinum. Án gríns, ég get ekki legið á bakinu eða setið eðlilega ennþá. Ég held ég eigi aldrei eftir að bíða þess bætur. Ég er fáránlega bólgin og geng asnalega og græt mig í svefn á nóttunni vegna sársauka. Geggjað töff.
Þriðja nöldursefnið í dag er um hversu erfitt það er að keyra bíl. Innan örfárra vikna á ég að fá ökuréttindi, en vandamálið er að ég kann ekki ennþá að keyra. Mér tekst ómögulega að bakka eða skipta um gír eða stöðva án þess að drepa á bílnum. Til að gera allt miklu betra er ég líka búin að týna bókinni með öllu námsefninu fyrir bóklega prófið. Og ég var með hana í láni svo ég verð örugglega að kaupa nýja til að láta manneskjuna hafa hana aftur. Mér er ekki við bjargandi.
Ahh, mér líður aðeins betur núna.