Rosalega er þetta pirrandi. Málið er það að móðir mín var í Kópavogi (Hamraborg) í gær og ætlaði að taka út pening hjá Glitni. Nei nei hún er stoppuð af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og þeir segja henni hvað hefði getað gerst ef ég hefði tekið út pening. Það er nú svoleiðis að eitthver fáviti hafði komið upp búnaði sem að les af kortunum og myndavél sem að beindi niður að tökkunum (þeim sem maður stimplar pin-númerið á) Það var ekki hægt að sjá þessa myndavél einu sinni hún var það vel búin (í sama lit og “hraðbankinn” sjálfur). Djöfull er þetta pirrandi. Ef ykkur vantar pening drullist til að finna ykkur almennilega vinnu og vinnið inn ykkar eigin pening, staðinn fyrir að taka þetta útaf kortum fólks sem að stendur í ströngu til að vinna sér inn pening.
Svo að til þeirra sem að hafa tekið út þar, fylgist vel með stöðunni á reikning ykkar.
Rosalega væri ég til í að fólk þroskaðist og hætti þessum afbrotum.
Bætt við 14. nóvember 2006 - 14:22
Þetta átti reyndar að vera (í línu 3);
“hvað hefði getað gerst ef að hún hefði tekið út pening..” afsakið [: