Rosalega þoli ég ekki þegar maður getur ekki sofnað =@ en svona í alvöru talað ég er búin að reyna að sofna síðan 23:40, búin að reyna allt! Leggjast á hliðina og reyna að sofan(gekk ekki) horfa á sjónvarpið og reyna að sofna við það(gekk ekki) hlusta á útvarpið(ekki gekk það), fá mér heita mjólk(neibb) fór meirað segja í heita sturtu, og yirleitt sofna ég eina og skot við það en ekk sofnaði ég..ég er búin að reyna að lesa og þreyta mig á því og ég er búin að læra og bara ekkert gengur =(
Mig langar svo til að sofna en ég bara get það ekki :'( Hjálp, þetta er geðveikt oft svona að ég geti ekki sofnað, held að ég sé með svefnröskun eða e-ð..

ég er samt fegin að ég á ekki að mæta fyrr en 10:25 í skólann í fyrramálið! en samt það er rosalega pirrandi að geta ekk farið að sofa þó að manni langi til þess….