Túnar enginn 90 hestafla imprezu uppí 250 hestöfl. Held að það sé ekki til ein einasta 90 hestafla Impreza til að byrja með.
Það er aldrei bíuð að tala um hvar þessar takmarkanir liggja, bæði á tíma og farþegum. Til dæmis trúi ég því ekki að takmörkunin yrði þá í gildi til 08:00. Ég mæti í skólann 08:05 og það tekur mig meira en fimm mínútur að keyra uppí skóla, finna stæði, labba að húsinu, skipta um skó, fara í skápinn og labba að stofunni.
Jafnvel hugmynd að þessar takmarkanir munu aðeins gilda þá sem eru orðnir góðkunningjar lögreglunnar í þessum málum og það styð ég.
Og svo er bíllinn ekki tekinn af þér fyrir það eitt að brjóta smávægilegustu reglur, ef hann er tekinn af þér erum við að tala um ítrekaðan ofsakstur, ölvunarakstur eða eitthvað þess háttar. Og miðað við ölvunaraksturinn er talað um yfir 1.7prómill. Sá maður er blindfullur og ekki hæfur til að stjórna reiðhjóli, sá sem keyrir ítrekað þannig á skilið að bíllinn hans sé tekinn af honum.