1) Það var eitthvað risa partý hjá fjölskyldunni í kvöld en þar sem ég er veik þá mæti ég ekki en það tók engin eftir því að ég væri ekki á staðnum fyrr en(og náið þessu!) kærasti Dóttur manns systur mömmu minnar spurði hvar ég væri og það var víst eftir einhvern klukkutíma af boðinu.
Ég get lifað það af að kennarar taki ekki eftir mér
Ég get lifað það af að kunningjar sem ég tala sjaldan við taka ekki eftir mér en þegar þin eigin fjölskylda tekur ekki lengur eftir fjarveru manns þá veit maður ekki alveg hvernig maður á að taka því:S
2) Mamma bestu vinkonu minnar vill ekki að hún umgangist mig vegna þess að ég er ofdekruð(sem ég er ekki) Hún vill að dóttur sín hangi frekar með öðrum tveim vinkonum okkar vegna þess að þær eru meira sjálfsbjarga:S… (Mér finnst ég þurfa að taka það fram að vinkona mín hlær að þessum skoðunum móður sinnar en það pirrar mig að vita ekki afhverju aumingja konunni líkar svona illa við mig)
3)Frændsystkini mín.. eða öll nema ég og einn annar frændi minn(Já okei og reyndar nokkur frændsystkini sem búa í útlöndum) fengu ferð til Manchester á einhvern fótboltaleik bara í svona tækifærisgjöf.. og afhverju var okkur frænda mínum ekki boðið með?
Jú, ég er stelpa og mun þess vegna ekki fíla fótboltaferð og frændi minn er bara 5.ára.
Okei mig langar reyndar ekkert í þessa fótboltaferð en það hefði nú verið hægt að bjóða manni.
…. Annaðhvort er ég misskildasta og óheppnasta manneskja Íslands eða þá að ég er virkilega! leiðinleg og ömurleg manneskja.
p.s Hver sem það var á síðasta nöldur korkinum mínum sem vildi koma með kaldhæðnisbrandara sem væri fyndin þá here's your chance.
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!