Það er líka forrit! Í fyrstu æfingunum gerði maður jk jk jk jk jk jk í svona 10 línur, það voru t.d. rollur að hoppa yfir girðingu og ef maður ýtti á vitlausan takka rákust þær í girðinguna og duttu… Rosalega skemmtilegt.
Ég persónulega var aldrei neitt góð í vélritun, sama hvað ég eyddi miklum tíma í ritfinni. Svo fór ég að nota msn, huga og blogga og þá þjálfaðist ég í þessu.
Ég var einmitt að pæla í þessu, ég skrifa sjálf hratt en ekki með fingrasetningu….ég vil læra hana betur :) Ég man einmitt eftir þessu forriti, var látinn vera í því í 4 og 5 bekk…
Já, þá skipti ég um skóla og í hinum skólanum gerðum við ekkert svona :/ En vá, ég man hvað mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt…en allt til að bæta fingrasetninguna :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..