Í kvöld og nótt á að ganga yfir landið mesta óveður sem gengið hefur yfir landið síðuistu ár. Spáð er vindhraða allt að 50 m/s sem er álíka mikið og í þriðja stigs fellibyl.
Ég vildi bara benda hugurum á að taka allt lauslegt úr garðinum sínum. Sérstaklega trampolín!!!
Pfft heima er alltaf best hvortsem er :P Gefur manni smá fíling að maður sé accually á Íslandi að fá eitt gott óveður. Alveg vantað óveður upp á síðkastið *blótar gróðurhúsaáhrifunum*
Það virðist sem fólk gleymi því að þótt þetta sé sjaldgæft í Reykjavík þýðir það ekki að það sé allt landið. Hviður yfir 50 m/s er kannski ekki á hverjum degi en örugglega a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári í Öræfum (Hornafirði) og ég hef alveg verið í svona óveðri nokkrum sinnum.
Þetta er bara ekki rétt. Það er ekki satt að það verði oftar svona vont veður þarna fyrir austan. Það rignir kannski mun meira en Vindurinn verður ekkert endilega meiri. Hviður yfir 50 m/s eru ekki það algengar að þær komi 1-2 sinnum á ári.
Ef ég tek sem dæmi tengil númer tvö frá þér og athuga hvernig loftþrýstingur í 500mb var þennan dag (segir til um vind) og hvernig spáin er í fyrramálið þá er afgerandi munur. Þú getur bara séð það sjálf.
Þetta er þitt dæmi. Þetta er spáin í fyrramálið. Því þéttari sem línurnar eru því meiri vindur.
Jah, ég veit bara að þessi óveður sem ég man eftir síðustu ár voru ekki mikið skárri en það sem er verið að lýsa í fréttunum. Hinsvegar skil ég ekki millibör en ef þú myndir segja mér þetta í Pascölum myndi ég kannski fatta hvað þu ert að meina …
Bætt við 4. nóvember 2006 - 23:54 En eins og ég sagði sleppti ég versta veðrinu af því það voru fleiri fréttir um það (hétu ekki bara “óveður í öræfum”) en mér hefur verið sagt að það sé svipað og það sem er talið að gerist á morgun. Fólk man kannski eftir því þegar það kom í fréttunum því það fauk þakið af einu húsi og annað færðist af grunninum (á sama bæ, Freysnesi).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..