allt of mikið af drasli að gera hjá mér þessa dagana =/ tökum gærdaginn sem svona eiginlegan average dag í þessari viku…
Fór í skóla, til klukkan 3, fór svo strax eftir skóla á nemendaráðsfund, þar þurftum við að labba um allan bæinn og tala við fólk um eitthvað dæmi, þangað til klukkan 4, þá hafði ég rétt tíma til að hlaupa út í búð og kaupa mér samloku, þar sem ég hafði ekki étið síðan klukkan 12, og fór svo í það að baka kleinur klukkan 4, til að safna fyrir bekkjarferð.
Var að baka þarna til klukkan 17:30 þurfti þá að fara og hlaupa upp í tónlistarskóla, í tíma, hljóp svo aftur niðurdyr klukkan 18:00 og þá fórum ég og annar strákur að selja kleinurnar sem við vorum að baka, þurftum að dröslast með kassann fullan af kleinum í hús og meðal annars upp blokk í, 3 tíma, frá klukkan 6 til 9, og þá þurfti ég að fara á aðra æfingu frá 9 til 10.
Svo klukkan 10 var ég dregin í fótbolta þar sem ég var svo að spjalla við einhverja krakka til tæplega 12 og hafði þá ekkert étið siðan klukkan 16:30 enda alveg við það að detta niður.. svo ég hljóp heim þegar ég tók eftir því hvað klukkan var og fékk mér eitthvað að éta, fór að sofa og náði að sofa í smástund þangað til skólinn byrjaði aftur í morgun :/
Þriðji dagurinn í röð þar sem ég hef ekki getað borðað kvöldmat með fjölskyldunni, þakka bara fyrir að fá heitan mat í mötuneyti í hádeginu, annars væri ég löngu dauður sennilega.
Sem betur fer er þessi dagur aðeins rólegri og ég get fengið mér að éta þegar ég vil, myndi leggja mig núna en nei, það er próf á morgun sem ég er ekki búinn að læra undir! svona til gamans, þá er ég núna utan skólans í tónlistarskóla 5 sinnum í viku, íþróttum 3 í viku og svo eru 2-3 svona aukatímar sem eru ekki í hverri viku, en poppa upp alltof oft :/
bæ